Varaformaður ríkisstjórnarflokksins Swapo í Namibíu, segir Samherjamenn öfundsjúka út í Namibíu.
Netumbo Nandi-Ndaitwah, varaformaður ríkisstjórnarflokksins Swapo í Namibíu, hélt eldræðu á kosningafundi Swapo á dögunum. Fer hún vítt yfir sviðið en minnist svo á Samherjamálið. „Það eru þeir, sem eru öfundsjúkir og á móti okkur en þeir notfærðu sér því miður nokkra samborgara okkar til þess að grafa undan sjávarútvegi okkar. En við höfum okkar lög, okkar saksóknara, þess vegna eru tveir ráðherra ríkisstjórnarinnar í fangelsi. Við getum ekki varið það sem er rangt, leyfum lögunum að hafa sinn gang.“
Áður hafði Mannlíf sagt frá mikilli reiði innan ríkisstjórnar Namibíu gagnvart íslenskum stjórnvöldum en tala þau um vanvirðingu sem embættismönnum á vegum stjórnarinnar hafi verið sýnd þegar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, mætti ekki á fund en sendi Brynjar Níelsson aðstoðamann sinn í staðinn.
Sjá einnig: Namibíumenn æfareiðir: Brynjar ritari sendur í stað dómsmálaráðherra
Horfa má á eldræðu Nandi-Ndaitwah hér.