Hildur Þórisdóttir er síður en svo sátt við frumvarp matvælaráðherra um lagareldi.
Nýtt frumvarp um lagareldi sem hefur verið lagt fyrir Alþingi hefur fallið í grýttan jarðveg hjá mörgum landsmönnum en ein þeirra er Hildur Þórisdóttir, 2. varaforseti sveitarstjórnar Múlaþings og Seyðfirðingur.
„Ef að frumvarp matvælaráðherra nær að verða að lögum er það ekki bara svik við byggðir landsins sem eru með sviðna jörð eftir kvótakerfið heldur er beinlínis verið að úthluta einkaaðilum auðlind þjóðarinnar endurgjaldslaust.“ Þannig hefst Facebook-færsla Hildar sem birtist í dag. Rifjar hún svo upp útttekt Ríkisendurskoðunar frá 2023 sem leiddi í ljós „veikburða og brotakennda stjórnsýslu“ eins og hún orðar það.