Atli Þór Fanndal segir „Grænlandsdraum“ Donalds Trump ekkert gamanmál fyrir Ísland.
Í Facebook-færslu sem Atli Þór Fanndal, fyrrum framkvæmdarstjór Íslandsdeildar Transparency, bendir hann á mikilvægi GIUK-hliðsins fyrir Ísland en það er svæðið á milli Grænlands, Íslands og Bretlands, sem gengt hefur gríðarlegu mikilvægri stöðu í varnarmálum Vesturlandanna gagnvart Rússlandi. Varar Atli Þór við því að fólk hlæji að draumi Donald Trump um að Grænland verði gert að ríki í Bandaríkjunum.
Færsla Atla Þórs: „Grænlands draumar Trump er minna grín fyrir okkur Íslendinga en fólk áttar sig á. Ásóknin er nefnilega ekki bara vegna auðlinda heldur vegna varnarmála og þá kannski að verulegu leiti vegna GIUK gap. Þar sem Ísland skiptir líka umtalsverðu máli. Við verðum því ekki bara að hlæja að þessu heldur skilja hvernig okkar staða breytist. Þetta er allavega ekki bara djók.“