Valur Gunnarsson segir fyrstu vörnina gegn einræði vera að muna sannleikann.
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Valur Gunnarsson er duglegur að ausa úr þekkingarskálum sínum varðandi stríðið í Úkraínu en þar bjó hann um tíma, eftir innrás Rússa fyrir þremur árum. Í nýjust Facebook-færslu sinni talar hann um blekkingarleik sem hagsmunaraðilar fara ávalt í þegar eitthvað stórt gerist, eins og stríðið í Úkraínu en bendir á bókina 1984, sem fjallar um það sama.
Hér má lesa færsluna:
„Þegar eitthvað stórt gerist fara allir hagsmunaaðilar í gang og reyna að útskýra að það hafi ekki gerst eða þá að eitthvað allt annað hafi gerst. Eftir Hrun tókst á endanum að sannfæra marga um að allt hefði verið innflytjendum að kenna. Eftir innrás Pútíns sagði hann fyrst að þetta væri ekki innrás, svo að í raun hefði verið ráðist á sig og því ekki honum að kenna. Fyrsta vörnin gegn einræðinu er einfaldlega sú að muna hvað gerðist. Það er einmitt þetta sem 1984 fjallar um. Að halda fast í staðreyndir, sama hvað stóri bróðir segir.“