Oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi segir alla í flokknum í sjokki yfir tengslum varaþingmanns hans við meint dýraníð í Borgarfirði.
Vísir hafði það eftir Ingu Sæland, formann Flokks fólksis, að henni hefði blöskrað tengsl hennar við dýraníðsmálið og beðið hana að stíga til hliðar, sem hún hafi gert. Varaþingmaðurinn, Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona skipaði annað sæti lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í fyrrahaust.
Eyjólfur Ármannsson er oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi en hann segir að bæði Þórunn og dóttir hennar, Jenný Ósk Vignisdóttir, sem skipaði 9. sæti flokksins í síðustu kosningum, hafi sagt sig frá varaþingmennsku vegna tengsla við meint dýrníð í Borgarfirði.
„Hún sagði af sér varaþingmennsku. Og Jenný Ósk, dóttir hennar sagði sig úr flokknum líka, vegna tengsla við málið,“ sagði Eyjólfur í samtali við Mannlíf en hann hafði þá ekki séð frétt Vísis um að Þórunni hefði verið beðin að hætta varaþingmennsku. „Þetta var gríðarlega mikið sjokk fyrir okkur sko. En ég hef ekki heyrt það að hún hafi verið rekin en það var talað við Þórunni og svo var skrifað undir uppsögn uppi á Akranesi, sem verður svo send til þingsins.“