Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Varð Kleini vitni að morði í Malaga-fangelsinu? – Spænskir miðlar þöglir sem gröfin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á þeim átta mánuðum sem Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og athafnamaður, sat í héraðsfangelsi í Malaga á Spáni finnast engar fréttir í spænskum miðlum af morði í fangelsinu. Þrátt fyrir það segist hann hafa orðið vitni að morði þar.

Kristján Einar, sem oftast er kallaður Kleini, fullyrðir að hann hafi orðið vitni að morði inni á klósetti í fangelsinu, þar sem engar myndavélar voru. Hann seg­ist vera með stór ör á sál­inni eft­ir fang­elsis­vist­ina. Svona lýsir Kleini morðinu:

Sjá einnig: Kristján Einar gerir upp fangelsisvistina á Spáni: „Mér var réttur hnífur og sagt að stinga mann“

„Svo var morðið sem ég var vitni að. Þeir voru eitt­hvað að ríf­ast. Svo bara tek­ur hann upp heima­til­bú­inn hníf, sting­ur hann rétt fyr­ir neðan nafl­ann og rist­ir hann all­an upp. Og það bara hryn­ur út.“

Kristján fullyrðir jafnframt í viðtali við Sölva Tryggvason að yfirheyrslur yfir föngum hafi farið fram eftir morðið. En í fangelsinu kjafti menn ekki frá. „Þarna inni var ekki tekið vel í það ef menn klöguðu og sögðu frá. Það var einn nítj­án ára pilt­ur, ég end­ur­tek nítj­án ára. Ég veit ekki yfir hverju hann klagaði, það var eitt­hvað tengt hans klíku. Þá var gert dæmi úr hon­um. Hann var rif­inn úr öllu, all­ir látn­ir koma og horfa þegar hon­um var nauðgað. Þetta ger­ist við þig ef þú klag­ar,“ seg­ir Kristján.

Eins og áður sagði sat Kleini í átta mánuði í spænska fangelsinu í Malaga. Þar sat hann síðan hann var handtekinn í mars síðastliðnum, fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir þar í landi.

Sjá einnig: Þetta er fangelsið sem Kristján Einar er vistaður í á Malaga

- Auglýsing -

Mannlíf setti sig í samband við fangelsið þar sem Kristján Einar var vistaður en þar fékkst aðeins staðfest að hann væri þar en engar frekari upplýsingar um líðan eða stöðu mála. Í samtali við Mannlíf var ljóst að nánasta fjölskylda hans vildi ekki að málið fari hátt og þar var ákveðið að ræða málið ekki opinberlega fyrir en það væri afstaðið.

Það er ljóst að fangelsisdvölin hefur ekki verið Kleina auðveld en skyndileit á leitarvélum alnetsins skilar aftur á móti engum niðurstöðum um morð í héraðsfangelsum Malaga á því tímabili sem áhrifavaldurinn var þar. Síðasta andlátið með saknæmum hætti sem spænskir miðlar fjalla um var skömmu fyrir jólin í fyrra, nánar tiltekið að morgni dags 22. desember síðastliðinn þegar 51 árs gamall fangi fannst látinn í klefa sínum.

Sjá einnig: Kristján Einar handtekinn fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir – Situr í fangelsi í Malaga

- Auglýsing -

Hins vegar er ljóst á umfjöllun spænskra miðla um umrætt fangelsi að þar hafa morð á föngum reglulega átt sér stað. Árið 2019 voru met slegin þegar á fyrstu sjö mánuðum ársins voru sjö fangar myrtir innan veggja þess.

Hins vegar má ekki finna í leitarvélum umfjöllun þarlendra fjölmiðla um morð í Malaga-fangelsi á þeim mánuðum sem Kristján Einar var þar inni. Fyrir því geta auðvitað verið ýmsar ástæður en síðasta fréttin er frá því fyrir jólin í fyrra. Síðasta ofbeldisfrétt úr fangelsinu var þegar fangi kýldi starfsmann í andlitið, í júlímánuði þetta sumarið.

Kristján er 25 ára gamall og var um tíma trú­l­ofaður Svölu Björg­vins­dóttur söngkonu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -