Valdimar nokkur skrifaði færslu á Facebook sem vakið hefur athygli. Þar kvartar hann yfir hroka og tillitsleysis vagnstjóra Strætó.
Segir Valdirmar frá því er hann varð vitni að því er vagnstjóri í strætisvagni númer fjögur keyrði á brott án þess að gefa hreyfihamlaðri konu tækifæri til að skipta úr vagni númer eitt og yfir í fjögur.
„Saldan hef ég orðið jafn svekktur og hissa á Stætó eins og í kvöld. Þannig lá að ég var að koma utan úr Hafnarfirði á nr 1 sem er ekki í frásögur færandi. En á Kópavogshálsinum er skiptistöð.
Færslan fékk mikla athygli en fjölmargir tjáðu sig um hana í athugasemdum. Þar á meðal Jón nokkur. „Mér finnst meiren sjálfsagt að klaga hann. Þú hefur bæði númer og tímasetningu á vagninum og maðurinn því auðfundinn. Svona kónar eiga að fá strangt tiltal – og ef þeir láta ekki skipast, þá á að reka þá. Þetta er gersamlega óverjandi framkoma.“