Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Varðskipið Freyja siglir til Vestfjarða vegna snjóflóðahættu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Vestfjörðum bað Landhelgisgæsluna um aðstoð vegna slæmrar veðurspár og hugsanlegrar snjóflóðahættu um helgina. Lagði því áhöfnin á varðskipinu Freyju af stað úr höfn á Siglufirði að miðnætti í gær og er væntanlegt vestur á firði í morgunsárið.

Almannavarnir vöruðu í gær við veðurspá helgarinnar, sem er slæm og að hætta væri á að færð myndi spillast og snjóflóðahætta myndist á Vestfjörðum, samkvæmt heimasíðu Langhelgisgæslunnar. Átján manna áhöfn Freyju, sem var á bakvakt, brást fljótt við hjálparbeiðninni og hóf strax undirbúning fyrir brottför.

Þá kemur fram á vef Gæslunnar að miðað við veðurspánna eru miklar líkur á að skipið verði til taks á Vestfjörðum fram yfir helgi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -