Sunnudagur 27. október, 2024
1.1 C
Reykjavik

Vatican Girl – Hið dularfulla hvarf Emanuelu Orlando

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt af því áhugaverðasta á Netflix nú um mundir, að mínu mati, eru heimildarþættirnir Vatican Girl – The Disappearance of Emanuela Orlandi. Hin 15 ára Emanuela hvarf sporlaust í Vatikan-borg á brennandi heitum sumardegi, 22. júní árið 1983, eftir að hafa sótt flaututíma. Hefur fjölskylda hennar leitað hennar stíft síðan.

Þættirnir og þetta dularfulla mál hefur allt og mætti helst líkja við skáldsögu eftir Dan Brown. Það sem sveipar málið enn dularfyllri blæ en gengur og gerist í svipuðum málum er sú staðreynd að stelpunni var rænt innan veggja Vatikansins en faðir hennar vann þar og fjölskyldan bjó þar öll. Þættirnir eru afar vel gerðir, útlitið, meðferðin á efninu, viðtölin og heildarmyndin, til fyrirmyndar.

Þættirnir eru fjórir talsins og hver þáttur skilur mann eftir á barmi hengiflugs, eins og góðir heimildarþættir eiga að gera, maður á að vilja meira. Fjöldi viðmælanda er mikill en í forgrunni er bróðir Emanuelu, Pietro Orlandi sem hefur hvað harðast leitað að systur sinni en þar má einnig sjá blaðamanninn Andrea Purgatori, lögfræðinga, lögreglustjóra og fleiri sem komu að rannsókn málsins.

Skoðaðar eru nokkrar kenningar um hvarf Emanuelu og gæti hver þeirra verið mjög góð skáldsaga. Kenningarnar snúast meðal annars um tengsl mannránsins við hryðjuverkasamtök, ítölsku mafíuna, morðtilræðið á Jóhannesi Páli páfa árið 1981, háttsettann prest í Vatikaninu og fleira í þeim dúr en það sem þær eiga allar sameiginlegt er sú staðreynd að þær benda allar til þess að Vatikanið viti meira en gefið hefur verið upp. Meira að segja virðist Francis páfi vita um afdrif hennar en ekki mun ég úskýra það frekar til að forðast að vera með Höskuld (e. spoiler).

Ég get ekki annað sagt en að það að Vatikanið gæti tengst mannráninu á Emanuelu Orlandi komi mér akkurat ekkert á óvart því kaþólska kirkjan er í raun, að mínu mati, skipuleg glæpastarfsemi, ekkert ósvipuð Vísindakirkjunni þó af öðrum toga. Kaþólska kirkjan hefur að minnsta kosti um áratugaraðir tengst þúsundum barnaníðsmála sem Vatikanið hefur hjálpað til við að þagga en allra nýjasta hneikslið snýr að prestum kirkjunnar í Frakklandi. Hvað varð um Emanuelu Orlandi? Ég er ekki alveg viss en ég vitna í þáttinn og gamalt ítalskt orðatiltæki, „Sama hversu vel þú reynir að hylja leyndarmálið, kemur sannleikurinn ávalt á yfirborðið að lokum.“

Fjölmiðlapistill þessi birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs sem má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -