Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vatnsverksmiðja Jóns seld úr landi: „Hættum að verða nýlenda græðgisafla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandic Water Holdings hefur verið selt.

Eins og fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarnar vikur stóð til að selja íslenska fyrirtækið Icelandic Water Holdings í hendur erlendra aðila. Einhverjar tafir urðu þó á sölunni en nú hefur fyrirtækið greint frá því í tilkynningu að salan sé gengin í gegn. 

Salan hefur mætt mikill gagnrýni á Íslandi og hafa margir sagt að það sé með öllu óásættanlegt að fyrirtækið sé selt úr landi. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, sagði með annars í pistli fyrir stuttu síðan á Facebook:

„Við Íslendingar höfum alltaf haldið að vatnið okkar sé gefins – og að það sé óþrjótandi. Það er öðru nær, en á komandi árum á hreint drykkjarvatn eftir að verða ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar og heimsins. Þetta hafa erlendir milljarðamæringar sem sótt hafa Ísland heim oft haft á orði.“

„Hættum að verða nýlenda græðgisafla – sem munu pottþétt ásælast fleiri „læki“ á komandi misserum. Hreint drykkjarvatn er okkar olía – og sem betur fer mun grænni auðlind. Eða erum við eftir allt þriðjaheims ríki?“

Mbl.is greindi fyrst frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -