Í dag, aðfangadag, er spá Veðurstofu Íslands eftirfarandi:
„Norðan 15-25 m/s í dag með skafrenningi og snjókomu eða élju, en mun hægari um landið austanvert. Frost 0 til 8 stig. Norðan 10-20 síðdegis, hvassast norðvestantil. Snjókoma með köflum en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Dregur úr frosti, einkum vestanlands.“
Gul veðurviðvörun er í gildi á vestanverðu landinu. Samkvæmt veðurfræðingi er norðanstrengur sem blæs suður yfir Íslandi en draga mun úr honum þegar líður á daginn:
„Síðdegis breiðist vindstrengurinn austur yfir land og jafnframt dregur aðeins úr honum. Þá verður einnig að mestu þurrt sunnan heiða.“
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum.
Ökumenn eru hvattir til að huga að færð á vegum.