Í dag er spáð hæg breytilegri átt, víða dálítil él, en norðvestan 8-13 metrar á sekúndu með austurströndinni fram eftir morgni. Norðaustan 5-13 og lítilsháttar snjókoma suðaustantil seinnpartinn.
„Norðlæg átt, 5-13 og él á morgun, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum norðanlands,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.
Haft er eftir veðurfræðingi hjá stofnuninni:
„Allmikil lægð skammt norðaustur af Jan Mayen hreyfist norður, en önnur heldur veigaminni, djúpt suður í hafi hreyfist til norðausturs. Þessar tvær lægðir stjórna veðri í dag, en þar sem þær eru fjarri landi eru vindar hægir og dálítli él á víð og dreif. Úrkomusvæði fylgjandi minni lægðinni gæti valdið snjómuggu um tíma suðaustanlands. Norðlægir vindar á morgun og rofar heldur til sunnanlands, en á föstudag teygir sig vaxandi hæðarhryggur frá Grænlandi yfir landið, en þá lægir og léttir víða til. Áfram talsvert frost í öllum landshlutum, en sums staðar frostlaust með suðurströndinni að deginum.