Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Veðurspá ógnar þingkosningunum: „Við verðum að taka hvern dag og hverja klukkustund fyrir sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil óvissa er um veðurhorfur á kjördag og því hætta á að fresta þurfi kosningum í einhverjum kjördæmum.

Samkvæmt frétt RÚV er dreifing á kjörgögnum á lokastigi og vel gengur að undirbúa þingkosningar sem verða næstkomandi laugardag.

Framkvæmdarstjóri Landskjörstjórnar, Ástríður Jóhannesdóttir hefur áhyggjur af veðurspánni fyrir laugardaginn en segir hún óvíst hvort verðið muni valda vandræðum á framkvæmd kosninganna en að mögulega þurfi í einstökum kjördæmum að fresta kosningum.

„Já, það er ein af þeim sviðsmyndum sem við erum að vinna með í rauninni,“ segir Ástríður í samtali við RÚV og segir ennfremur að heimild sé í kosningalögum sem leyfi ákveðin frávik. Veðrið geti haft áhrif á talningu atkvæða og aðgengi kjósenda að kjörstöðum. Aðallega snúa áhyggjur Ástríðar að veðurhorfum á Suðuraustur- og Austurlandi.

„Það er heimild að fresta kjörfundi og það er skoðað þegar nær dregur,“ segir Ástríður og bætir við að það sé í verkahring yfirstjórna í hverju kjördæmi fyrir sig að taka ákvörðun um frestun kjörfundar. Í þeim tilfellum taki þá staðbundin stjórnvöld ákvörðun í samráði við yfirstjórnir sveitarfélaga.

Að sögn hennar má ekki, samkvæmt kosningalögum, hefja talningu atkvæða fyrr en kosningu sé lokið í öllum kjördæmum landsins. Verði að fresta í einu kjördæmi, hefði það miklar afleiðingar.

- Auglýsing -

Vonast Ástríður til þess að ekki þurfi að fresta kosningum en ekki sé hægt að staðhæfa neitt um hvort af því verði. Segir hún að það séu skýr skilaboð frá Landstjórninni að öryggi fólks verði ekki teflt í tvísýnu.

Man Ástríður ekki til þess að svipaðar aðstæður hafi komið upp áður en vetrarkosningar eru ekki algengar hér á landi en árátugir eru síðan síðast var kosið að vetri til.

„Því miður er það þannig að við verðum að taka hvern dag og hverja klukkustund fyrir sig og fylgjast vel með þróun mála.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -