Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af veitingastað í miðbæ Reykjavíkur. Staðarhaldarar höfðu brotið reglur um lokun samkomustaða og þannig valdið aukinni smithættu, að sögn lögreglu.
Í Kópavogi var bifreið ekið á ljósastaur með þeim afleiðingum að hún skemmdist, þannig að flytja þurfti hana af vettvangi með dráttarbíl. Engin slys urðu á fólki.
Eitthvað var um akstur undir áhrifum fíkniefna og í Garðabæ var réttindalaus ökumaður stöðvaður. Sá hafði verið sviptur ökuréttindum sínum. Bifreiðin sem hann ók var í eigu fyrirtækis og voru lyklarnir að henni handlagðir af lögreglu.