Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Veittist að maka sínum inni á lögreglustöð – Illa lyktandi þjófur í sykurleit nappaður í verslun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil ölvun var á höfuðborgarsvæðinu í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar og hafði lögreglan í nógu að snúast. Hér eru helstu atriðið næturinnar.

Lögreglan sem þjónustar Austurbæ Reykjavíkur, miðbæinn, Vesturbæinn og Seltjarnarnes var kölluð í matvöruverslun vegna þjófnaðar á matvöru. Hafði aðili stolið níu súkkulaðistykkjum og einum rakspíra.

Til kynnt var um mann sem grunaður var um sölu fíkniefna. Lögreglan hafði upp á manninum og reyndist grunurinn réttur því á honum fannst fíkniefni og enn meira fíkniefni á dvalarstað mannsins.

Par leitaði á lögreglustöðina á Hverfisgötu eftir aðstoð en einhver ósætti urðu þeirra á milli. Lögreglumenn urðu vitni að því þegar annar aðilinn veittist að hinum. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Vegfarendur stöðvuðu lögreglumenn við eftirlit í miðborginni og sögðu mann hafa veist að öðrum skammt frá, sagður hafa slegið hann með glasi í andlitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa en árásarþoli var fluttur á slysadeild með áverka í andliti.

Þá var maður slasaður eftir átök við tvo menn sem komu sér undan. Sagði árásaþoli annan þeirra hafi dregið upp hníf en ekki beitt honum.

- Auglýsing -

Lögreglunni sem þjónustar Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes barst tilkynning um mann sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Þegar hinn svartölvaði maður rankaði við sig var hann viðskotaillur og sló frá sér til lögreglumanna. Reyndi hann að sparka og hrækja á lögreglumenn. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástandsins.

Þá barst tilkynning um moldfullan mann sem hringdi dyrabjöllum og ónáðaði íbúa í fjölbýlishúsi. Fór lögreglan í þrígang til að vísa honum á brott en hann lét ekki segjast. Var hann að lokum handtekinn en hann streittist á móti handtöku. Var hann vistaður í fangelsi.

Einnig barst tilkynning um ofurölvi mann við veitingastað. Gekk hann á brott en var grunaður um að brjóta tvær rúður í fyrirtækjum í grenndinni. Neitaði hann í þokkabót að gera grein fyrir því hver hann væri. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástandsins.

- Auglýsing -

Lögreglan sem vinnur í Kópavogi og Breiðholti handtók aðila sem hafði haft í hótunum við annan með hníf. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um reyk og reykskynjara í gangi í fjölbýlishús í Breiðholtinu. Bæði lögregla og slökkvilið mætti á vettvang en þar hafði pottur gleymst á eldavél í mannlausri íbúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -