Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Velferðarsvið Reykjavíkur vegna ákalls heimilislausra: „Það samtal er í gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á síðustu misserum hafa heimilislausir óskað eftir aðstoð fjölmiðla og samlanda sinna við að kasta ljósi á aðstæður þeirra. Veturinn hefur verið í kaldara lagi og veðurofsi ríkt. Neyðarskýlum á vegum Borgarinnar er haldið opnum frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu að morgni. Þess á milli er fólki gert að yfirgefa skýlin.

Umgangspestir, veðurofsi og frostahörkur hafa valdið heimilislausum miklum kvíða og óskuðu tvær konur á dögunum eftir svörum Borgarinnar þegar kæmi að svokölluðum neyðaráætlunum og gegnsæi hvenær þær væru virkjaðar.

Sjá nánar: https://www.mannlif.is/frettir/innlent/heimilislausar-konur-krefja-borgina-um-svor-vid-erum-badar-maedur-eigum-vid-bara-ad-deyja-uti/

Mannlíf setti sig í samband við Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðasviðs Reykjavíkurborgar og óskaði eftir svörum.

Hér eru svör frá velferðarsviði:

Hvar liggja mörk borgarinnar er varða opnunartíma neyðarskýlanna?

- Auglýsing -

Hversu vont skal veðrið vera – til að Borgin ákveði að halda skýlunum opnum?

Hvert er gagnsæið, hvað t.d. veðurskilyrðin varða? 

Neyðarskýlin eru opin allan sólarhringinn þegar neyðaráætlun í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir vegna veðurs er virkjuð. Neyðaráætlunin er virkjuð í rauðum og appelsínugulum veðurviðvörunum, þegar fólki er almennt ráðlagt að halda sig inni við. Hún er líka virkjuð í miklu frosti en það er ekki miðað við ákveðið hitastig. Vel er fylgst með veðurspám og tilkynningum frá Almannavörnum allan veturinn.

- Auglýsing -

Hér má lesa viðbragðsáætlun neyðaráætlun vegna veðurs.

Hvar geta heimilislausir og aðrir nálgast þessar upplýsingarnar?

Þegar slæm veður eru í kortunum og áætlunin virkjast er það tilkynnt á vef og samfélagsmiðlum Reykjavíkurborgar, auk þess að fréttatilkynning er send fjölmiðlum. Leitað er allra leiða til að ná til fólks enda er markmið neyðaráætlunarinnar að tryggja að upplýsingar um slæmt veður og opnun neyðarskýla berist notendum í ótryggum aðstæðum. Allir sem vinna með og fyrir hópinn eru látnir vita, svo upplýsingarnar berist gestum neyðarskýlanna. VoR-teyminu, stjórnendum neyðarúrræða fyrir heimilislausa, bráðamóttöku Landspítalans, lögreglu, Rauða krossinum og forsvarsmönnum tjaldsvæða er gert viðvart.

Eru aðrir staðir/athvörf á vegum borgarinnar sem heimilislausir geta leitað yfir daginn á meðan skýlin eru lokuð?

Reykjavíkurborg styrkir og á í góðu samstarfi við Kaffistofu Samhjálpar, Hjálpræðisherinn og Skjólið, sem er dagsetur fyrir konur sem er opið á virkum dögum. Þá hefur heimilislaust fólk líkt og annað fólk í borginni aðgang að opinberum byggingum Reykjavíkurborgar.

Eru fyrirhugaðar einhverjar breytingar á fyrirkomulaginu/ástandinu?

Hvorki skipulag á starfsemi neyðarskýlanna, né húsnæði sem þau eru í, býður upp á að þeim verði breytt í varanlegt dagúrræði. Þann 16. desember síðastliðinn fól velferðarráð velferðarsviði að eiga samtal við þau hjálparsamtök sem sinna þjónustu við heimilislausa, eða eftir atvikum aðra aðila, um möguleika á að auka þjónustu við hópinn. Það samtal er í gangi. Þá má benda á að Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að ríkið og önnur sveitarfélög komi í ríkari mæli að þessari þjónustu.

Þá sendi Hólmfríður Helga fundargerð frá fundi velferðarráðs frá 21. desember. Á þeim fundi var fjallað með ítarlegum hætti um málefni heimilislausra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -