Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Veltir fyrir sér áformum CARBIX: „Getur það verið umhverfisvænt að flytja drullu álfa á milli?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir spyr hvað Ísland græði á því að taka á móti „drullu“ frá öðrum þjóðum í tilraun til að temja mengun, frekar en að minnka hana.

Í nýrri Facebook-færslu talar Steinunn Ólína, leikkona og fyrrum forsetaframbjóðandi, um fyrirtækið CARBFIX, sem mikið er á milli tannanna á fólki um þessar mundir.

„CARBFIX er umræðuefni daganna. Talið er að mannkynið beri gríðarlega mikla ábyrgð á mikilli losun kolefna sem valda svo umhverfisvá eins og hækkun sjávarmáls, hlýnun jarðar, mengun o.sfrv. Hér er æsandi og óhuggulegt yfirlit fyrir áhugasama.

Þannig hefst færsla Steinunnar og hún heldur áfram:

„Auðvitað væri skynsamlegast og þykir samkvæmt sérfræðingum brýnast að hreinlega að draga úr kolefnalosun af mannavöldum en það hefði auðvitað í för með sér mikið fjárhagslegt tjón fyrir umhverfissóða heimsins og það hugnast þeim auðvitað ekki.

Segir Steinunn Ólína að Ísland vilji vera „þjóð meðal þjóða“ og sé þess vegna að skoða það alvarlega að „taka á móti drullu heimsins í verulegu magni“.

„Frekar skal losun viðhaldið og jafnvel er aukið í milli ára en jafnframt er lagt út í gríðarlega kostnaðarsamar og sennilega arðbærar aðgerðir (einhverjum til handa) til að fanga sóðaskapinn og temja hann um leið með fyrirtækjum eins og Carbfix.
Ísland vill auðvitað vera þjóð meðal þjóða og leggja sitt af mörkum og er að því sögðu alvarlega að skoða að taka á móti drullu heimsins í verulegu magni og breyta henni í grjót í jarðskorpu landsins.“

Og Steinunn hefur margar spurningar um málið:

„Hvort CARBFIX eigi að fá leyfi til frekari tilrauna sem að sögn CARBFIX hafa gefist vel er til umræðu nú. Hvað græðir þjóðin á þessu spyrja margir? Hvernig getur það verið umhverfisvænt að flytja drullu álfa á milli? Er þetta hættulaust? Á að treysta eftirlitsstofnunum landsins til að vera á verði, okkar vegna?“

- Auglýsing -

Að lokum biðlar hún til lesenda um að deila með henni bæði áhyggjum og rökum með og á móti þessum áformum.

„Á morgun er ég á sumarvakt hjá Samstöðin og hitti fólk sem á þessu hefur vit og skoðun. Þið megið endilega deila með mér áhyggjum ykkar eða rökum með og á móti því CARBFIX er stórhuga fyrirtæki og þetta varðar okkur öll til frambúðar.
Er verið að reyna að leysa vanda með því að búa til nýjan vanda í stað þess að afleggja vonda siði í þágu betri heims?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -