Föstudagur 1. nóvember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Veltir fyrir sér Auschwitz-ferð lögreglunnar: „Það sér vonandi hver maður hversu fráleitt þetta er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson hefur áhyggjur af þeim boðskap sem lögreglan tók með sér frá Auschwitz á dögunum.

Ritstjórinn Kristinn Hrafnsson vekur á Facebook, athygli á skilgreiningu International Holocaust Remembrance Alliance á gyðingahatri, sér í lagi einn kafla þeirrar skilgreiningar. „Nokkur atriði þarna hafa þó alltaf verið einstaklega umdeild. Þannig telst það gyðingahatur samkvæmt IHRA að „draga samjöfnuð á milli stjórnarstefnu í Ísrael í dag og stefnu Nasista“.“ Bætir hann svo við: „Það sér vonandi hver maður hversu fráleitt þetta er og algerlega óviðundandi skerðing á tjáningarfrelsi. Með þessum skiningi er það t.d. gyðingahatur að draga upp samjöfnuð á milli gettósins í Varsjá á tímum Seinni heimstyrjaldarinnar og Gaza í dag. Að kalla Israel „Nazisrael“ teldist einnig gyðingahatur sem og að birta mynd af Netanyahu í líki leiðtoga Þriðja ríkisins.“

Kristinn talar því næst um þau fjölmennu mótmæli sem fara fram í Lundúnum, þar sem hundruðir þúsunda hafa gengið vikulega „gegn viðurstyggðinni á Gaza.“ Segir ritstjórinn að í þeim mótmælum beri margir skilti til að leggja áherslu á andúð sína og að breska lögreglan taki myndir af mótmælendunum og leiti nú að fólki á samfélagsmiðlum, sem talin eru hafa gerst brotlega við lög um hatursorðræðu með gyðingahatri.

Endar hann á að tala um fræðsluferð íslensku lögreglunnar á dögunum. „Í nýlegri fræðsluferð íslensku lögreglunnar til Auschwitz þar sem markmiðið var að fræðast um hatursorðræðu komst það helst í hámæli að nokkrar lögreglukonur keyptu sér fatafellu I frítímanum. Ég hef meiri áhyggjur af því hvaða boðskap þær tóku með sér af námskeiðinu. Má eiga von á því að íslenska lögreglan ætli að elta þá bresku í þessu ofstæki?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -