„Það er ekki í lagi með fólk, ég sver það,“ segir Venus Vala nokkur í færslu sem hún skellir inn í fjölmennt samfélag hundaeigenda á Facebook, Hundasamfélagið. Ástæðan fyrir gremju hennar er athugasemd sem vegfarandi gerði á dögunum við hundahald hennar í miðborginni.
Venus Vala lýsir því sem fram fór þeirra á milli í færslunni:
„Ég var kölluð dýraníðingur af einhverri kellingu niðrí bæ í gærkvöldi því hundarnir mínir voru íúlpum. Sem þeir biðja um að fara í og neita að fara út án þeirra þegar hitinn dettur niður fyrir 10° gráður. Mér brá bara pínu að það væri allt í einu gargað á mig og ég ásökuð um dýraníð þegar hundarnir mínir eru líklega ofdekruðustu hvuttar í vesturbænum. Það væri dýraníð að hafa þá ekki í úlpum,“ segir hún.
Þegar þetta er ritað hafa 116 ummæli verið rituð undir færslu Venusar. Flestir þeirra furða sig á hegðun konunnar sem gerði athugasemdir við klæðaburð hundanna. Birgitta er ein þeirra. „Ja hérna þessi hefur greinilega ekkert vit á hundum. Hvað þá þessari tegund. Já fólk stundum,“ segir Birgitta.
Og Siggi tekur í sama streng. „Vá en weird framkoma ad öskra á þig random. Fólk getur haft efasemdir um ýmislegt en kannski hægt ad spyrja bara er þeim ekkert of heitt frekar en ad garga á þig. Ruglið,“ segir hann.