Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Verbúðin: „Átök um verðmæti í íslensku þjóðfélagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ögmundur Jónasson ræðir um kjarabaráttu og verkföll níunda áratugarins á Íslandi í hlaðvarpinu Með Verbúðina á heilanum. Rætt er við hann í hlaðvarpinu Með Verbúðina á heilanum, þar sem rýnt er í sjónvarpsþættina og sögulegt samhengi þeirra.

Ögmundur Jónasson, sem ásamt öðrum fór mikinn í baráttu fyrir réttindum verkafólks þegar landið logaði verkföllum á níunda áratugnum, leggur dóm sinn yfir annan þátt Verbúðarinnar.

„Það logaði allt í verkföllum, það var óðaverðbólga og stöðugt verið að fikta í genginu með það fyrir augum að tryggja hagsmuni útgerðarinnar,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, um níunda áratuginn á Íslandi.

Hann þekkir kjarabaráttu áratugarins og áhrifin sem hún hafði á íslenskt þjóðfélag vel. Á þeim tíma starfaði hann sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu, var þar formaður starfsmannafélagsins og síðar formaður BSRB árið 1988.

„Á þessum áratug lék allt á reiðiskjálfi, það voru átök um það hvernig ætti að skipta verðmætum í þjóðfélaginu.“

Svakalegasta verkfall á Íslandi

Í öðrum þætti Verbúðarinnar er sýnt frá verkfalli, sem setur allt á ís í bænum, nema ekki fiskinn. Jón Hjaltalín er mættur á þing messar yfir Alþingi um verðbólgu, skort á réttindum fólks í verbúð og að sjómannaverkfallið sé að lama samfélagið.

- Auglýsing -

Í þættinum sést glitta í átökin, hitann og funann sem var í þjóðfélaginu á þessum tíma, segir Ögmundur, og sú mynd sem er dreginn upp sé trúverðug. Það var skrúfað fyrir allt.

„Þetta er trúverðugt hvað varðar hina félagslegu umgjörð. Það er ekki nokkur einasti vafi á því. Útgangspunkturinn er 1984 og vísað í svakalegasta verkfall sem hér hefur verið háð, þar sem opinberir starfsmenn BSRB nánast lokuðu landinu, leikskólarnir voru lokaðir, sjúkrahúsin störfuðu ekki sem venjubundið var og það var ekki landað úr millilandaskipum, þannig að búðirnar tæmdust smám saman. Gárungarnir sögðu að þegar klósettpappírinn tæmdist úr hillunum og sígaretturnar að sama skapi, þá hillti undir neyðarástand.“

Fjórum dögum áður en formlegt verkfall hófst, 4. október, höfðu starfsmenn Ríkisútvarpsins lagt niður vinnu vegna þess að þeir fengu ekki greidd laun 1. október. Það varð til þess að það slokknaði á útvarpinu og sjónvarpinu á sama tíma og engin blöð komu út.

- Auglýsing -

„Þá er allt hljótt, því Ríkisútvarpið hafði einokun á öldum ljósvakans. Þegar þetta tvennt kemur saman, blaðlaust land og hljótt á ljósvakanum, þá er landið alveg dautt, hvað fjölmiðlunina snertir. Við sem störfuðum í sjónvarpinu og útvarpinu, þegar við fengum ekki útborgað sem skyldi, þá lokuðum við stofnuninni.“

Starfsmenn Ríkisútvarpsins kærðir

Óbilgirnin blakti við á öllum vígstöðvum segir Ögmundur, þeir sem voru í forsvari fyrir starfsmenn Ríkisútvarpsins voru kærðir og kærunni fylgdi krafa um fangelsun. Aðilar vildu ögra hvor öðrum og gripið var til ýmissa ráða.

„Það var skrúfað fyrir heita vatnið hjá ýmsum ráðamönnum og aðeins gert við símatöfluna hjá Sjálfstæðisflokknum í Valhöll, svo þeir fengu bara samband við tannlæknastofur og útfararþjónustur.“

Í þættinum eru Harpa og Grímur milli steins og sleggju, að standa með sínu fólki eða laumast út á sjó til að geta borgað af togaranum.

„Þegar við skoðum samfélagið á þessum tíma, Í þessum hildarleik öllum, sjáum við útgerðarmanninn, við sjáum forsvarsfólkið í bæjarfélaginu sem vill halda lífi þar. Við höldum með þeim öllum, þau eru öll að berjast fyrir góðan og verðugan málstað. Allir vilja vel, þegar allt kemur til alls. Það sem hins vegar er að gerast, er að við sjáum mammon læðast inn í þessa tilveru og það verður fróðlegt að fylgjast með mammon í komandi þáttum.“

 

Sjá einnig: Íslenska sjónavarpsþáttaröðin Verbúðir: „Við bíðum bara spennt eftir Twitter“

Sjá einnig: Verbúð Kristjáns Þórs

Sjá einnig: Ásmundur hundsvekktur meðan Gunnar Smári vill meira af Verbúð

Sjá einnig: Ásmundur og nektardansinn

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -