Fimmtudagur 24. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Verðbólgan aftur komin yfir sex prósent

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðbólga síðustu 12 mánuði hækkar um hálf prósentustig á milli mánaða og mælist nú 6,3 prósent.

Samkvæmt Hagstofunni hafa sumarútsölur í fataverslunum og húsgagna- og heimilisbúnaðarverslunum haft neikvæð áhrif á vísitöluna. Hins vegar hækki matvöruverð og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um hálft prósent. Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 16,5 prósent og juku vísitölu neysluverðs um 0,34 prósent á milli mánaða. Verðbólga vegna húsnæðis mælist 4,2 prósent.

Greiningardeild Landsbankans hafði spáð að ársverðbólgan myndi hækka um 0,15 prósentustig á milli mánaða og verða því 5,9 prósent og er því ljóst að verðbólgan hafi hækkað umfram þá spá. Bankinn spáði einnig að verðbólgan haldist að mestu leyti óbreytt í ágúst og september en lækki síðan í október.

RÚV sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -