Verðbólga síðustu 12 mánuði hækkar um hálf prósentustig á milli mánaða og mælist nú 6,3 prósent.
Samkvæmt Hagstofunni hafa sumarútsölur í fataverslunum og húsgagna- og heimilisbúnaðarverslunum haft neikvæð áhrif á vísitöluna. Hins vegar hækki matvöruverð og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um hálft prósent. Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 16,5 prósent og juku vísitölu neysluverðs um 0,34 prósent á milli mánaða. Verðbólga vegna húsnæðis mælist 4,2 prósent.
Greiningardeild Landsbankans hafði spáð að ársverðbólgan myndi hækka um 0,15 prósentustig á milli mánaða og verða því 5,9 prósent og er því ljóst að verðbólgan hafi hækkað umfram þá spá. Bankinn spáði einnig að verðbólgan haldist að mestu leyti óbreytt í ágúst og september en lækki síðan í október.