Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Verðbólgan eykst og hefur ekki verið meiri frá árinu 2010

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hagstofan birti nýja verðbólgumælingu sína í morgun og samkvæmt henni er verðbólgan  komin í 7,2 prósent og hefur farið vaxandi í hverjum mánuði frá því í ágúst. Hún hefur ekki verið meiri frá því í maí árið 2010.

Þá gerði Seðlabankinn ráð fyrir 5,8 prósenta verðbólgu á fyrsta fjórðungi þessa árs og 5,6 prósent á öðrum ársfjórðungi. Landsbankinn gaf frá sér verðbólguspá fyrir hálfum mánuði síðan þar sem hann spáði því að verðbólga næði hámarki í júní og yrði þá komin í sjö prósent.

Húsnæðiskostnaður hækkaði um 2,4 prósent og olli 0,45 prósenta hækkun á vísitölunni. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 22,9 prósent í verði og olli það 0,37 prósenta hækkun á vísitölunni.

Neysluverðsvísitalan sem mælir verðbólgu hækkaði um 1,25 prósent í síðasta mánuði. Það er mesta hækkun í einum mánuði frá því í febrúar árið 2013. Húsnæðiskostnaður, flugfargjöld og verð á matar- og drykkjarkostnaði, einkum mjólkur, ráða mest um aukna verðbólgu.

Samkvæmt hagstofunni hefur verð á mat- og drykkjarvörum hækkað um 1,4 prósent milli mánaða og stóð hækkandi verð á mjólkurafurðum undir tveimur þriðju hlutum þeirrar hækkunar. Samanlagt hækkaði það neysluverðsvísitöluna um 0,20 prósent.

Verðbólgan er meiri en spáð var í síðustu þjóðhagsspá Seðlabankans. Hún var hins vegar gerð snemma í febrúar fyrir innrás Rússa í Úkraínu, en innrásin hefur ollið margvíslegum verðhækkunum á alþjóðamarkaði.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -