Matarkarfa sem kostar 13.523 krónur í hefðbundinni kjörbúð á Alicante á Spáni kostar um 27.887 krónur í kjörbúð á Íslandi.
Blaðamaður Mannlífs gerði á dögunum verðkönnun þar sem skoðaður var verðmunur milli Íslands og Spánar. Hann tók saman körfu yfir þá hluti sem hann gat fundið í kjörbúðum hér á Íslandi, sambærilega þeim sem finna var á Spáni, og munurinn var umtalsverður. Karfan á Íslandi var 153% dýrari en á Spáni. Verðkönnun Mannlífs fór fram á Spáni og í Krónunni og Lyfju á Ísland í apríl síðastliðnum.
Verðkönnunina má finna í nýjasta tímariti Mannlífs.