Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Verðkönnun ópíóíða: „Ekkert fenta blandað drasl“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Íslandi er stór markaður ólöglegra fíkniefna. Úrvalið hefur aldrei verið meira og aðgengi greiðara. Fíkniefnasalar telja hundruð og margir þeirra með heimkeyrslu á efnum, sumir um allt land. Blaðamaður Mannlífs kannaði markaðinn.

Nokkur ár eru síðan kaup og sala fíkniefna færðist af samfélagsmiðlum líkt og Facebook, þar voru hópar stofnaðir til þess að auglýsa efni og nálgast símanúmer hjá seljendum. Yfirleitt var þeim lokað þegar lögregla kom upp um tilvist þeirra. Í dag nota seljendur og kaupendur í undirheimunum að mestu leyti smáforritið Telegram.

Forritið er sambærilegt öðrum spjallforritum, þar er hægt að stofna hópa, einkasamtöl, senda myndir og skilaboð. Allir aðgangar innan forritsins eru órekjanlegir sem og öll skilaboð. Þetta  gerir lögreglunni ómögulegt að finna hvaðan fíkniefnaauglýsingar eru að koma og hverjir seljendurnir eru. Stofnaðir eru hópar þar sem stanslaust flæði er af auglýsingum á kókaíni, amfetamíni, kannabisefnum, lyfjum og í raun öllu því sem hægt er að ímynda sér. Efni sem ekki voru fáanleg hér á landi fyrir nokkrum árum eru komin til að vera. Þar má nefna krakk-kókaín og metamfetamín, hvort tveggja skætt fíkniefni sem er reykt. Til þess að fá aðild að slíkum hópum þarf þó boð frá einhverjum sem er þegar meðlimur. Í fjölmennustu hópunum eru allt að 10 þúsund meðlimir.

Greinina má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -