Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Aðferð fundin upp á Íslandi gegn sýkingum í sílíkonígræðslum: „Þekking til góðs fyrir samfélagið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný aðferð vísindamanna Háskóla Íslands, sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar á yfirborði sílikonígræðsla og gerviliða, bar sigur úr býtum í hinni árlegu samkeppni um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun skólans sem fór fram í Hátíðasal Háskólans í gær. Unnið er að því að fá einkaleyfi á tækninni sem þróuð er í samstarfi við fyrirtækin Össur og Primex. 

Samkeppnin um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands hefur verið haldin í yfir 20 ár undir ýmsum nöfnum. Að þessu sinni bárust 27 tillögur í samkeppnina. Dómefnd, sem skipuð var sérfræðingum innan og utan skólans, fór yfir tillögurnar og mat þær út frá nýnæmi og frumleika, útfærslu, samfélagslegum áhrifum, m.a. út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og hvort verkefnið væri í samræmi við stefnu skólans og styddi við starfsemi hans.

Sigurvegari í flokknum Heilsa og heilbrigði og í heildarkeppninni var verkefnið Lífsamhæfð og örverueyðandi húðun fyrir sílikon sem hlaut samtals þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Um er að ræða nýja aðferð við örverueyðandi og lífsamhæfða húðun fyrir sílikonígræðslur og gerviliði. Sílikon er mikið notað í lækningatækjum, t.d. gerviliðum, hjartalokum, lyfjabrunnum og þvagleggjum. Það hefur marga góða eiginleika en helsti ókostur þess er myndun baktería og sveppa á yfirborðinu sem leitt getur til sýkinga, sem kunna að vera lífshættulegar, með tilheyrandi notkun sýklalyfja, lengri sjúkrahúsavist og auknum kostnaði fyrir viðkomandi og samfélagið.

Dómnefnd keppninnar telur verkefnið hafa mikið hagnýtingargildi og nýnæmi. Um sé að ræða þekkt vandamál innan heilbrigðisgeirans og verkefnið hafi mikinn ávinning fyrir þann hóp sjúklinga sem um ræðir og ekki síður samfélagið í heild. „Verkefnið er gott dæmi um að samvinna Háskóla Íslands og aðila úr atvinnulífinu leiði til framfara og nýrrar þekkingar til góðs fyrir samfélagið,“ segir í umsögn dómnefndar.

Að verkefninu standa Vivien Nagy, doktorsnemi í lyfjafræði, og Már Másson, prófessor í sömu grein. Þau hafa sótt um einkaleyfi á tækninni í samstarfi við Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala og Auðnu tæknitorg. Vivien og Már hafa einnig hug á að stofna sprotafyrirtæki til að vinna að frekari þróun og markaðssetningu uppfinningarinnar en verkefnið er unnið eins og fyrr segir í samstarfi við Össur ehf. og Primex ehf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -