Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Verðstríð Dominos og Spaðans í fullum gangi: – Þriðjudagstilboð Spaðans er hagstæðara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pitsustaðurinn Spaðinn stendur við gefin loforð um að veita Dominos harða samkeppni á markaðnum. Til að mynda er Spaðinn með svokallað „þriðjudagstilboð“, en það hefur verið eitt af einkennismerkjum Dominos og nýtur mikilla vinsælda á hverjum þriðjudegi. Reyndar er Hamborgarabúlla Tómasar líka með þriðjudagstilboð, en þar eru engar pitsur.

Þórarinn Ævarsson, stofnandi Spaðans, lýsti því yfir síðastliðið vor að hann hefði í hyggju að setja Dominos á hausinn á fimm árum. Hann hafði þá þegar reynt að kaupa flatbökukeðjuna en mistekist. Spaðinn varð til í staðinn.

Vegna hinnar hörðu samkeppni á milli þessara tveggja staða er ekki úr vegi að kanna hvor þeirra býður betur þegar kemur að þriðjudagstilboðum.

Dominos hefur lengi vel boðið þriðjudagstilboð á sömu kjörum: miðstærð af pizzu (12 tommur) með þremur áleggstegundum fyrir 1.000 krónur.

 

Spaðinn býður 16 tommu pitsu af matseðli á 1.600 krónur.

- Auglýsing -

 

Þarna er 600 króna verðmunur, en sömuleiðis er munur á stærð pitsunnar sem í boði er og eðli pöntunarinnar. Þar sem Spaðinn býður sitt verð á öllum pitsum af matseðli er því hægt að athuga hvað gerist ef pitsa af matseðli er valin í stað pitsu með þremur áleggstegundum hjá Dominos.

Ef prófað er að breyta yfir í pitsuna Meat and cheese, innan þriðjudagstilboðsins, bætast 385 krónur við verðið. Það gera 1.385 krónur í heildina, sem enn er 215 krónum ódýrara en á Spaðanum. En eins og áður sagði inniheldur tilboð Spaðans stóra pitsu, á meðan Dominos býður miðstærð.

- Auglýsing -

Ef reiknað er út flatarmál 16 tommu pitsu og 12 tommu pitsu (lesendum verður hlíft við stærðfræðidæminu hér) og sá munur borinn saman við verðmuninn kemur í ljós að ef stærri pitsan kostar 1.600 krónur þyrfti sú minni að kosta um það bil 896 krónur til að verðið væri í samræmi við stærð.

Stærðarmunurinn trompar því 215 króna verðmuninn og niðurstaðan er sú að þriðjudagstilboð Spaðans er hagstæðara en þriðjudagstilboð Dominos – þó naumlega sé.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -