Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Verkalýðshreyfingin í mál við ríki og sveitarfélög

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum að undirbúa mál bæði gagnvart sveitarfélögum og ríki þar sem þau hafa ekki viðurkennt það, að það að vera í sóttkví í orlofi dragist af orlofsdögum.“

Frídagar vegna Sóttkvíar í orlofi eru ekki túlkaðir með sama hætti hjá ríki og sveitarfélögum annars vegar og hjá verkalýðshreyfingunni hins vegar. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir fjölmörg mál hafa borist.

Verkalýðshreyfingin ætlar í mál gegn ríki og sveitarfélögum vegna ólíkrar túlkunar á greiðslu í sóttkví í orlofi. Fjöldi mála hefur borist inn á borð hreyfingarinnar þar sem bæði uppsagnir og launamál tengjast covid.

„Við höfum fengið ótrúlega mörg mál. Það varðar það þegar þú ert skikkuð í sóttkví þegar þú ert til dæmis í sumarleyfi, hvort það dragist af orlofsdögum eða hvað. Slík mál eru að fara fyrir dómstóla núna. Við viljum að sjálfsögðu meina það að það er skerðing á sumarleyfi að vera sett í sóttkví. Við höfum líka fengið mál um uppsagnir vegna þess að starfsmaður er óbólusettur.“

Drífa segir minna um mál sem þessi á almennum vinnumarkaði því atvinnurekendur geti leitað í sjóð um laun í sóttkví.

Allir finna að þolinmæðin er á þrotum og veiran ekki alltaf sú skæða heilsufarsógn sem hún var að sögn forseta Alþýðusambandsins. Þótt Drífa Snædal taki undir að rökrétt hafi verið að útvíkka sóttkví eins og gert hafi verið, sé engu að síður  ekki rétt að skipta fólki í ólíka flokka.

- Auglýsing -

„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að það sé verið að skipta fólki upp í bólusetta og óbólusetta og við skulum hafa í huga að það er ekki lagaleg skylda að láta bólusetja sig. Fólk getur haft ýmsar ástæður fyrir því að vera ekki bólusett, heilsufarsástæður og aðrar ástæður, svo við skulum vara okkur á því að vera ekki að stimpla fólk eftir því hvort það er bólusett eða óbólusett.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -