Fimmtudagur 24. október, 2024
4.3 C
Reykjavik

Verkfall lækna yfirvofandi – Viðræður staðið yfir síðan í apríl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Læknar á vegum ríkisins munu fara í verkfall þann 18. nóvember næstkomandi náist ekki að semja um kaup og kjör en samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í apríl hjá ríkissáttasemjara.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir í samtali við RÚV að mikið óánægja sé meðal lækna um deiluna. „Við höfum ekki fengið styttingu vinnuvikunnar eins og aðrar heilbrigðisstéttir hafa löngu fengið. Grunnlaunin eru töluvert lægri en annarra háskólastétta svo eitthvað sé nefnt,“ en stefnt er á að læknar greiði atkvæði um verkfall um helgina.

„Það er alltaf von til þess að við getum náð saman áður en til aðgerða kemur og það er það sem við viljum að sjálfsögðu.“

Kaupmáttur ekki aukist

Steinunn hefur áður sagt að kaupmáttur hjá háskólafólki hafi nánast ekkert aukist á undanförnum árum en það sama sé ekki hægt að segja um ófaglært fólk. Þá telur hún að samfélagið verði að ýta undir það að fólk fari í langtímanám.

Rétt er að taka fram að verkfallið nær ekki til lækna sem eru sjálfstætt starfandi eða stofa á þeim markaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -