Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Verkfall leikskólakennara í Hafnarfirði og Fjarðabyggð samþykkt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirgnæfandi meirihluti félagsfólks Félags leikskólakennara sem starfar annars vegar hjá Hafnarfjarðarkaupstað og hins vegar hjá Fjarðabyggð, hefur samþykkt boðun verkfalls í marsmánuði, hafi samingar ekki náðst samkvæmt Kennarasambandi Íslands.

Upphafsdagur verkfalls í Hafnarfirði verður 17. mars og 24. mars í Fjarðabyggð. Verkfallið verður ótímabundin.

„Atkvæðagreiðsla í báðum sveitarfélögum hófst í fyrradag, 17. febrúar, og lauk á hádegi í dag. Þátttaka var í báðum tilfellum góð, eða yfir 80 prósent. 100% sögðu já í öðru sveitarfélaginu og 98% í hinu.

Ótímabundið verkfall skellur á í leikskólum Kópavogsbæjar 3. mars næstkomandi, hafi samningar ekki náðst.

Þá er vert að geta þess að félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, hefur verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningu frá KÍ

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -