Verkfall er hafið í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þá er einnig hafið verkfall í tónlistarskólanum á Akureyri.
Það virðist þó vera ljós í myrkrinu í deilu kennara við sveitarfélögin og ríkið en í gærkvöldi samþykktu kennarar tillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari lagði fram.. Ríkið og sveitarfélögin báðu um frest til að fara yfir hana betur.
Ein af kröfum KÍ er að kennarar semji til fjögurra ára en í samningnum sé ákvæði sem gefi kennurum leyfi til að segja upp þeim samningi við ákveðnar aðstæður. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga er óviss hvort slíkt verði samþykkt og hefur borið fyrir sig að það sé verið að bjóða kennurum umtalsverðar launahækkanir.
UPPFÆRT:
Sveitarfélögin og ríkið hafa hafnað tillögu ríkissáttasemjara nú rétt fyrir hádegi.