Miðvikudagur 26. febrúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Verkföllum kennara aflýst – Loksins skrifað undir kjarasamninga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verkföllum kennara hefur verið aflýst en kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög lauk í gærkvöldi með undirritun kjarasamninga hjá Ríkissáttarsemjara.

Kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög, sem staðið hefur í um fimm mánuði lauk í gær þegar skrifað var undir kjarasamninga hjá Ríkissáttarsemjara.

Samkvæmt RÚV voru samningar undirritaðir rétt fyrir klukkan hálf tólf í gærkvöldi en nýji samningurinn gildir til fjögurra ára en hann felur í sér 24 prósent launahækkun. Segir formaður Kennarasambandsins erfitt að segja hversu mikil hækkunin er, þar sem hún komi mismunandi út fyrir félagsmenn.

Sú innanhússtillaga sem áður hafði verið lögð fram var að lokum samþykkt en þó með breytingum.

Forsenduákvæði sem kennarar höfðu farið fram á er einnig að finna í samningnum en nokkur átök hafa staðið um þau en þau voru einhvers konar varnaglar á kjarasamningnum samkvæmt RÚV, sem meðal annars tengdist verðbólgu og vaxtastig. Þá fela þau einnig í sér að hægt er að segja samningunum upp ef mikil breyting verður á samningstímabilinu eða þá að ekki sé staðið við ákveðin atriði samningsins.

Magnús segir það muni verða áhugavert að í fyrsta skipti munu öll aðildarfélög Kennarasambandsins greiða atkvæði um samninginn í einu.

- Auglýsing -

„Þetta er ekki búið fyrr en það er búið,“ segir Magnús Þór í samtali við RÚV og á þar við að kennarar eiga eftir að samþykkja samninginn en hann segist sáttur við niðurstöðuna

„Þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum sem ég vona að við séum að taka,“ segir Magnús Þór ennfremur við RÚV en hann segir að næsta skref sé að kynna samninginn fyrir félagsmönnum. Segir hann aftur á móti stóra verkefnið hafa verið að hefja ferilinn að virðismati á störfum kennara en innleiðing þess er áætluð næsta haust.

„Í rauninni má segja að við séum að skrifa undir það að við séum að byrja að vinna eiginlega strax aftur,“ bætir Magnús Þór við.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -