Rólegt var yfir afbrotamönnum í nótt og ekki alvarlegir glæpir. Aðeins einn þrjótur fékk gistingu í fangaklefa lögreglunnar.
Veskjaþjófur var við iðju sína í austurborginni og rændi sakleysingja. Gerandinn er ókunnur
Ökumaður var stöðvaður í akstri Háaleytishverfi, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Minniháttar líkamsárás átti sér stað í ausurborginni. Málið var afgreitt á vettvangi.
Hafnarfjarðarlögreglan stöðvaði ökumann í akstri. Sá er grunaður um ölvun við akstur. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku.
Mannlaus bifreið var yfirgefin á miðri akrein í Hafnarfirði. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Ökumaður var stöðvaður í akstri á svipuðum slóðum. Við athugun kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus. Mál hans var afgreitt á vettvangi.
Ökumaður varð uppvís að því að stinga af eftir árekstur í Kópavogi. Vitað er hver hinn óheiðarlegi er.
Maður féll til jarðar úr stiga i austurborginni. Maðurinn, sem var við vinnu sína, er talinn hafa rifbeinsbrotnað. Hann var fluttur á bráðamóttöku til frekari skoðunar.
Umferðarslys varð þegar bifreið valt eftir út af akstur. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Hann var fluttur á bráðamóttöku. Ekki er vitað um meiðsli.