Sunnudagur 15. desember, 2024
0.2 C
Reykjavik

Vespustunga varð konu á Spáni að bana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin breska Ingrid Dale, 67 ára, lét lífið á Spáni á mánudag. Hún fékk bráðaofnæmiskast eftir að hafa verið stungin af vespu.

Ingrid var ásamt vinum sínum á veitingastaðnum Costa Blanca í bænum Moraira sem er um 30 mínútum frá Benidorm þegar vespan stakk hana. Hún fór í hjartastopp áður en sjúkraflutningamenn komu henni á sjúkrahús og var þar úrskurðuð látin.

Vinir Ingrid lýstu hryllingnum að horfa upp á vinkonu sína deyja en hópurinn var samankominn á veitingastaðnum í hádegismat til styrktar Úkraínu.

Ekki er algengt að fólk láti lífið í kjölfar þess að vera stungið af vespu en Ingrid var með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir eitrinu sem vespan framleiðir og lét því lífið mjög skjótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -