Laugardagur 2. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Vestmannaeyjar verða ekki rýmdar þrátt fyrir hættustig: „Hún er mjög viðkvæm eins og er“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vestmannaeyjar verða ekki rýmdar að sögn lögreglustjóra.

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur gefið það út að Vestmannaeyjar verði ekki rýmdar þó að lýst hafi verið hættustigi í Vestmanneyjum en talsverðar skemmtir hafa orðið á vatnslögninni til eyjunnar og er talið líklegt að hún rofni. Varatankar í Vestamannaeyjum geyma 5.000 tonn af neysluvatni og telur Karl að það gæti mögulega dugað í tvær vikur.

„En aðallega erum við að hugsa um fjarvarmaveituna og að halda henni gangandi. Og við munum geta haldið henni gangandi kannski í viku, tíu daga, tvær vikur með þessum birgðum sem við eigum, til að hita húsin,“ sagði Karl í samtali við RÚV um málið.

Vatn verður flutt í bæinn í stórum stíl og munu íbúar ekki þurfa flytja af heimilinum sínum en viðbragðs- og rýmingaráætlun gerir ráð fyrir að viðkvæmasti hópurinn svo sem sjúklingar og gamalt fólk farið upp á land.

Karl segir að ljóst sé að ekki verði hægt að gera við vatnsleiðsluna.

„Hlífðarkápa er farin af á stórum köflum, járnvarnir í kringum plastleiðsluna sjálfa sem flytur vatnið er víða mjög skemmd. Leiðslan hefur færst mikið úr stað. Hún er í 90 gráðu horni á einum stað. Hún hefur lyfst á nokkrum stöðum og sumstaðar verulega. Þannig að núna liggur hún úti í grjóti og klettum á einum og jafnvel fleiri stöðum. Þannig að hún er mjög viðkvæm eins og er og ef að kemur vont veður, þá getur hún rofnað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -