Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Við eigum Ísland, við eigum bara eftir að taka það

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lífeyrissjóðirnir hérlendis eru stærstu fjárfestar og lánveitendur á Íslandi. Þeir eru í eigu sjóðsfélaga en ný og róttæk verkalýðsforysta er á þeirri skoðun að atvinnurekendur hafi allt of mikil áhrif innan þeirra. Í undirbúningi, og í sumum tilvikum í framkvæmd, er að auka áhrif verkalýðshreyfingarinnar og sjóðsfélaga í sjóðunum og láta þá horfa af meiri alvöru til annarra þátta en arðsemi í starfsemi sinni.

 

Róttækari og herskrárri verkalýðsforysta hefur komist til valda í stærstu verkalýðsfélögum landsins og innan Alþýðusambands Íslands. Og hún telur sig geta tekið til sín miklu meiri völd um hvernig samfélagið þróast.

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands, sem tapaði formannskosningum í ASÍ í fyrra náði ágætlega utan um þessa afstöðu á fundi sem Efling stóð fyrir á meðan að formannsbaráttan stóð yfir. Þar sagði hann: „Stundum þegar ég vil fá jarðtengingu við hvað ég er að gera þá fer ég í bækur sem hafa verið skrifaðar, t.d. saga verkalýðsfélaganna. Fyrsta verkalýðsfélagið fyrir austan er stofnað 1896. Þegar maður les fundargerðir frá fyrstu fundunum … þetta er fólk sem bjó í nánast moldarkofum, áhyggjuefnin voru hvort að börnin fengu mat daginn eftir. Menn voru settir út á kaldan klaka og fengu ekki atvinnu ef þeir voru í forystu fyrir verkalýðsfélagið. Í dag, félögin sem þetta fólk stofnaði, við eigum Ísland. Það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það.“
Mótframbjóðandi Sverris, Drífa Snædal sem síðar vann formannskosningarnar, sagðist vera honum sammála.

Verkalýðsforystan getur mjög sýnilega haft áhrif á fjárfestingastefnu lífeyrissjóða, enda skipar hún fjölda stjórnarmanna í sjóðina. Efling hefur til að mynda mikil áhrif í stjórn Gildis og hefur þegar látið kjósa Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing hjá félaginu, í stjórn hans.

VR er komið enn lengra í ferli sínu til að hafa veruleg áhrif innan Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar skipar VR helming stjórnarmanna og er með stjórnarformannssætið sem stendur. Viðmælendur Kjarnans segja ljóst að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi lengi haft það að meginstefnu að hafa meiri áhrif á það hvernig þessi næst stærsti lífeyrissjóður landsins, með um 800 milljarða króna eignir, beitir sér í íslensku samfélagi.
Eftir að Ragnar Þór var endurkjörinn formaður fyrr í ár, og kjör annarra stjórnarmanna skömmu síðar styrkti stöðu hans verulega, hafa verkin verið látin tala.

Fyrstu skrefin stigin, stóru skrefin framundan

- Auglýsing -

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­­­ar­­­­manna ­í júní síð­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­ur­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­sjóðs verzl­un­­­­ar­­­­manna og var að auki sam­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­menn til­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­að­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­fé­laga­lána.

Ragnar Þór sagði, þegar þetta stóð yfir, að lík­­­­­­­lega væri það eina ­leiðin til raun­veru­­­­­legra breyt­inga að sjóð­­­­­fé­lagar líf­eyr­is­­­­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint. Þannig væri hægt að aftengja atvinn­u­lífið og verka­lýðs­hreyf­­­­ing­una sem hann sagði að væri í ákveð­inn­i ­mót­­­­sögn við sjálfa sig sem fjár­­­­­­­magns­eig­anda. Skömmu síðar sagði hann að þau ítök sem atvinnu­rek­endur hafi náð innan líf­eyr­is­sjóð­anna séu engan veg­inn ásætt­an­legt og að það hljóti að vera mark­mið verka­lýðs­hreyf­ing­unn­ar að losa sjóð­inn undan því oki.

Viðmælendur Kjarnans segja að í undirbúningi séu miklar breytingar hjá lífeyrissjóðnum, gangi áform VR eftir. Þar verði litið bæði fram á við, með breyttum áherslum í fjárfestingum og beitingu hluthafavalds, og aftur á bak með rannsóknum á gjörningum sem grunur sé um að hafi ekki verið framkvæmdir með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi. Þar er efst á blaði salan á hlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Bakkavör sem Ragnar Þór hefur opinberlega sagt að gæti verið eitt stærsta fjársvikamál Íslandssögunnar og farið fram á opinbera rannsókn á hvort lífeyrissjóðir hafi verið blekktir.

- Auglýsing -

Nánar í nýjasta Mannlífi og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -