Ragnar var fæddur og uppalinn að Gýgjarhóli í Biskupstungum, á staðnum þar sem hann lést eftir árás bróður síns. Börn Ragnars lýsa því hvernig þeim varð smám saman ljóst að föðurbróðir þeirra hefði ráðist að föður þeirra með svo hrottalegum hætti, hvernig hvert áfallið tók við af öðru eftir því sem rannsókn málsins miðaði fram.
„Þetta voru svo mikil svik.“ Þau segja frá því hvernig griðastaður þeirra varð skyndilega vettvangur martraðar, áhrifum þess á fjölskylduna og baráttunni fyrir réttlæti.
Þann 31. mars árið 2018 fannst Ragnar látinn á bænum Gýgjarhóli II í Árnessýslu. Þrír bræður voru á staðnum er atvik átti sér stað. Valur, bróðir Ragnars og ábúandi á bænum tilkynnti um andlátið. Frásögn hans af hvernig á andlátið bar til þótti ótrúverðug og í framhaldinu var hann grunaður um manndráp. Þriðja bróðurnum var sleppt að lokinni skýrslutöku, hann var sofandi þegar umrædd átók áttu sér stað. Ummerki voru um átök á vettvangi og bráðabirgðakrufning leiddi í ljós að áverkar á líkinu hafi orðið Ragnari að bana.
Sonur Ragnars heitins fullyrðir í löngu bréfi að banamaður pabba síns sé siðblindur ofbeldismaður og dýraníðingur.
Hefði pabbi ekki fengið sér í glas með manni sem hann hefði ekki getað gert sér í hugarlund að myndi slátra sér í sturlunarkasti á leið út af heimilinu þessa nótt, þá væri hann lifandi enn í dag.“ Þetta segir Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars, sem lést af völdum áverka sem bróðir hans, Valur, veitti honum á Gýgjarhóli í Biskupstungum 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands en málið er nú til meðferðar hjá Landsrétti.
Í greininni, sem Stundin birtir, rekur Ingi Rafn í löngu máli kynni sín af Vali og segir meðal annars að hann sé siðblindur maður sem hafi ánægju af því að aflífa dýr. Hann ber að Valur sé þekktur af ofbeldisverkum og að skapofsaköst hans séu öllum sem til þekkja kunn. Faðir hans, Ragnar, hafi verið sá eini sem hafi sýnt Vali umburðarlyndi.
„Þakklætið er svo sýnt með því að móðga föður minn, drepa hann og síðan leggja sig allan fram um persónuníð,“ skrifar Ingi Rafn.
Ingi Rafn rekur með nokkuð ítarlegum hætti niðurstöðu réttarmeinafræðingsins Sebastian Kunz, en samkvæmt bréfi Inga Rafns voru árásirnar tvær, umrædda nótt og hrottafengnar.
Lýsingarnar eru ekki fyrir viðkvæma.
Ingi Rafn er ósáttur við niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. „Þrátt fyrir útlistun réttarmeinafræðings á áverkum pabba kemst Héraðsdómur Suðurlands að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að líta framhjá því að áfengismagn föður míns hafi átt þátt í dauða hans og þar með gefur dómurinn sér forsendur sem réttarmeinafræðingur neitar að staðfesta. Það er mjög sérstakt að sitja undir því að Héraðsdómur Suðurlands komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir ítrekað traðk á föður mínum, miklar blæðingar, innvortis og útvortis, mikinn blóðmissi, hálsbrot, brotin rifbein sem stingast í gegnum lifur og valda ofsalegum blæðingum og gati á lunga, þá væri pabbi í raun lífs í dag. Það var niðurstaða Héraðsdóms. Hefði pabbi ekki fengið sér í glas með manni sem hann hefði ekki getað gert sér í hugarlund að myndi slátra sér í sturlunarkasti á leið út af heimilinu þessa nótt, þá væri hann lifandi enn í dag. Ólíkt öllum öðrum sambærilegum tilvikum þeirra sem hljóta slíka áverka er niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands þvert á vitnisburð réttarmeinafræðings.“
Ingi Rafn segir raunar að Valur hafi áður verið hársbreidd frá því verða bróður sínum að bana; í eitt skipti af gáleysi en í tvígang af ásetningi. „Héraðsdómur gengur svo langt að meta það Val til refsilækkunar að hann hafi ekki stungið eða skotið, einungis traðkað hann til bana. Pabbi fékk versta dauðdaga sem hugsast getur og það er metið morðingjanum til refsilækkunar.“
Vali tókst, að sögn Inga Rafn að „fela sitt rétta eðli“ í gegn um alla málsmeðferðina fyrir Héraðsdómi. Hann hafi lagt sig allan fram við að bróður sínum með ærumeiðingum. Honum gremst að fólk hafi trúað síbreytilegum frásögnum Vals af atburðum næturinnar. „Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá er siðblindur einstaklingur undantekningin á því að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þegar annar einstaklingurinn er siðlaus þá þurfa tveggja hliða deilur ekki að koma til. Heiðarlegri og réttsýnni menn en pabbi eru vandfundnir, þó hann hafi haft nóg af göllum eins og hver annar. Sannleikanum hafa ekki verið gerð næg skil opinberlega og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá get ég ekki látið síðustu orðin um föður minn vera nafnlausan rógburð frá Val og fylgjum hans og því settist ég við skriftir.“
Það var þann 24. september í fyrra sem Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fór fram á að Valur yrði dæmdur í 16 ára fangelsi, en dómari varð ekki við þeirri kröfu. Valur var sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi og varðar brot hans við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga.
Heimildir:
Baldur Guðmundsson. 10. apríl 2019. „Pabbi fékk versta dauðdaga sem hugsast getur.“ Fréttablaðið.
Erla Dóra Magnúsdóttir. 10. apríl 2019. Sannleikurinn um morðið að Gýgjarhóli: „Þakklætið er svo sýnt með því að móðga föður minn og drepa hann.“ DV.
Magnús Hlynur Hreiðarsson. 26. september 2018. Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan. Vísir.