Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Við náðum í neyðartalstöðvarnar. Við gátum heyrt – við gátum ekki kallað“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

“Ég var á Hörpunni, við vorum á rækju. Það er stormur og á miðunum voru sex til átta bátar. Við erum að bíða eftir því að veðrið detti niður,“ segir Brynjólfur Sigurðsson segir frá atviki, í viðtali hjá Reyni Traustasyni. Binni eins og hann er jafnan kallaður var staddur á veiðum á níunda áratugnum við Dornbanka, á milli Íslands og Grænlands og áhöfnin lendir í aftakaveðri.

Dornbanki – Miðlína milli Íslands og Grænlands (Navionics) Mynd/skjáskot dive-explorer.com

Úti var mikil þoka, ölduhæðin um 12 metrar og bátarnir á miðunum héldu sambandi sín á milli. Brynjólfur var yfirstýrimaður á togaranum og sat vaktina:

„Hún kemur upp, Halla Jónsdóttir sem var kokkur og sest stjórnborðsmegin.“ Sjálfur stóð Binni við stýrið og þau eru að ræða saman. „En svo lít ég upp og sé bara vegg, þegar aldan kemur. Það er ekkert við því að gera svo ég henti mér í stólinn.“ Hann varar Höllu við og hrópar á hana: „Haltu þér!“

„Ha?,“ svarar Halla.

Brynjólfur sér þá að báran er að detta niður eftir að hafa farið yfir bátinn.

„Hún smassar beint í hornið á brúnni,“ lýsir Binni og segir að það hafi verið eins og slökkviliðsslanga væri að spúa inn.

- Auglýsing -

„Halla flýgur í loftinu og lendir akkúrat í fanginu á mér.“

„Ég sleppi hendinni og reyni að grípa í hana,“ segir Binni sem náði taki í bolnum hennar. „En þá kemur seinni skellurinn og þá flýgur hún áfram og ég held eftir bolnum,“ lýsir Binni.

Halla flýgur út í horn og þegar það fer að róast stendur Binni upp og nær þá vatnið sem komið var inn í brún upp yfir hné hans. Hann tekur í handstýrið til að reyna að ná bátnum upp aftur.

- Auglýsing -

„Þetta er það sem menn kalla monster wave,“ útskýrir Reynir. Á íslensku kallast afbrigðið risaalda.

„Það eru margir bátar sem hafa hreinlega horfið, og ekki heyrst neitt frá,“ segir Brynjólfur. Risaöldur byggjast upp á löngum tíma og eru gríðarlega varasamar. Kortlagning á hvarfi báta er meðal annars á því svæði sem Harpa GK var þennan afdrifaríka dag.

„Hefðum við legið aðeins meira á bakborða þá hefðum við sokkið í þessu tilfelli – ekki spurning um það.“

Báturinn varð sambandslaus, fullur af sjó og vélin dauð. Vélstjórinn kom vélinni í gang en einungis handstýrið virkaði:

„Við náðum í neyðartalstöðvarnar. Við gátum heyrt – við gátum ekki kallað.“

Viðtalið má hlusta á í heild á efnisveitu Mannlífs.

Tryggðu þér áskrift!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -