Búið er að vísa frá kæru leikskólastjóra Sælukots í hinu svokallaða „Músaskítsmáli“ en hún var sett fram í kjölfar þess að fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur lokaði leikskólanum tímabundið. Það var úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem fékk kæruna á borð til sín en RÚV greinir frá. Í skýrslu eftirlitsins er greint frá því að músaskítur hafi fundist víða í eldhúsi. Þar á meðal hafi hann fundist í skúffum og skápum undir innréttingu, við kæli og uppþvottavél og einnig á borðbúnaði. Músagildrur sáust í skáp í eldhúsi og inni á þurrvörulager. Leikskólastjórinn vildi meina ákvörðun um að loka leikskólanum væri hóflaus og án málefnalegrar ástæðu og sakaði fulltrúa Heilbrigðiseftirlitsins um óþarfa valdbeitingu. Heilbrigðiseftirlitið hafnaði því og krafðist þess að kærunni yrði vísað frá. Úrskurðarnefnd vísaði málinu frá en kærufrestur hafi verið liðinn og lokun leikskólans verið aflétt 11. nóvember.