Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Víðir Reynisson í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna mun taka oddvitasæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi, samkvæmt Vísi.

Heimildir Vísis hermir að í dag hafi uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fundað og lagt fram þá hugmynd að Víðir Reynisson verði oddviti flokksins í kjördæminu fyrir kosningarnar í nóvember. Vísir segir Víði hafa nú þegar tilkynnt yfirmönnum sínum um áform sín.

Fyrr í vikunni gaf núverandi oddviti Samfylkingarinnar í kjördæminu, Oddný G. Harðardóttir, að hún hyggðist ekki bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Oddný hefur verið þingkona frá árinu 2009 og gengdi meðal annars embætti fjármálaráðherra um tíma.

Víðir verður ekki sá eini úr Covid-þríeykinu sem fer í framboð því Alma Möller landlæknir ætlar að bjóða sig fram í forystusæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Mun hún þar etja kappi um oddvitasætið við sitjandi þingmanninn Þórunni Sveinbjarnardóttur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -