Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Viðkvæmir hópar styrktir um 25 milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur úthlutað samtals 25 milljónum króna í styrki sem ætlaðir eru félagasamtökum sem styðja við viðkvæma hópa í samfélaginu, til dæmis með matarúthlutunum og ráðgjöf, og finna fyrir aukinni eftirspurn í kjölfar COVID-19 faraldursins.

Kemur þetta fram á vef Stjórnarráðsins, en alls munu níu félagasamtök fá 2,7 milljóna króna styrk hvert til þess að geta stutt enn betur við sína skjólstæðinga á yfirstandandi ári.

Styrkirnir eru liður í aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við afleiðingum faraldursins og er beint sérstaklega að þeim heimilum sem glíma við sára fátækt.

Þá hefur félagsmálaráðuneytið farið þess á leit við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að framkvæma rannsókn um fyrirkomulag matarúthlutana og ráðgjafar þar sem meðal annars verður kortlagt, í samvinnu við félagsþjónustu, hjálparsamtök og aðra fagaðila, hvaða hópar eru að sækja þjónustu á borð við matarúthlutanir og ráðgjöf, og hverjir þeirra búa við sérstaklega erfiðar aðstæður. Gert er ráð fyrir að rannsóknin verði framkvæmd með haustinu.

„Áhrifin af COVID-19 faraldrinum eru margskonar og ein birtingarmyndin er aukin fátækt og erfiðleikar hjá sumum viðkvæmustu hópum samfélagsins. Það er því viðbúið að ásókn í þjónustu félagasamtaka sem styðja við þessa hópa aukist og þess vegna er mikilvægt að styrkja það öfluga og mikilvæga starf sem þar er unnið. Þá er ekki síður mikilvægt að  framkvæma rannsókn sem gefur  skýra mynd af stöðunni í dag með það að markmiði að bæta stuðning og þjónustu við þá sem þurfa mest á henni að halda,“ segir Ásmundur Einar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -