Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Vigdís hitti Sigurð Inga: „Áttum hreinskilið, heiðarlegt og opið samtal“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau Vigdís Häsler og Sigurður Ingi hittust í morgun og ræddu saman um þau ummæli sem ráðherrann lét falla um Vigdísi í gleðskap sem haldinn var í framhaldi af Búnaðarþingi í síðustu viku.

Vigdís segir Sigurð Inga hafa beðið sig afsökunar í heiðarlegu samtali og að hún hafi meðtekið afsökunarbeiðnina. Þetta kemur fram í færslu sem Vigdís birti á Facebook-síðu sinni.

Færsla Vigdísar í heild sinni:

„Í dag hittumst við Sigurður Ingi og áttum hreinskilið, heiðarlegt og opið samtal. Ástæður fundarins þarf vart að tíunda en á fundinum bar Sigurður fram að mínu mati einlæga afsökunarbeiðni sem ég hef meðtekið. Ég lít svo á að með þessum fundi okkar sé komið að málalokum og sannanlega er þessu lokið af minni hálfu.“

Sigurður Ingi er sagður hafa viðhaft rasísk ummæli um Vigdísi í gleðskapnum. Samkvæmt heimildum vísaði hann til hennar sem „þeirrar svörtu“. Vigdís birti síðar færslu á Facebook þar sem hún talaði um ummælin sem særandi en tilgreindi ekki nákvæmlega hver þau voru. Hún gaf þó í skyn að þau tengdust kyni hennar eða kynþætti. Sama dag sendi Sigurður Ingi frá sér afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni.

Sigurður Ingi hefur ekki viljað svara því með skýrum hætti hver ummælin voru en sagðist harma þau. Hann sagðist vonast til þess að fá tækifæri til þess að biðja Vigdísi afsökunar í persónu. Nú hefur sá fundur átt sér stað og Vigdís að því er virðist tekið afsökunarbeiðnina gilda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -