Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Vigdís neitar að biðjast afsökunar: „See you in court!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, krefur Vigdísi Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í Reykjavík, um afsökunarbeiðni og yfirlýsingu um bætta hegðun vegna ummæla sem hún lét falla um hann. Vigdís segist hins vegar ekki ætla að biðjast afsökunar.

„Mitt svar við þessum ofsóknum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hefur alltaf verið – stefniði mér þá. Þau eru búin að elta mig á siðareglunum og ekkert gengur að ala mig upp. See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís í samtali við Fréttablaðið.

Lögmaður Arons Levís, Páll Bergþórsson sendi bréf á Vigdísi í síðustu viku en þar kemur fram að ummæli Vigdísar um Aroni Leví á borgarstjórnarfundi 19. nóvember feli í sér refsiverðar aðdróttanir samkvæmt hegningarlögum. Á fundinum sakaði Vigdís Aron Leví um spillingu vegna tengsla hans við fyrirhugaða byggingu Aldin Biodome við Stekkjarbakka í útjaðri Elliðaárdalsins. „Svona er spillingin í Reykjavík,“ sagði Vigdís og í skyn að Aron Leví hefði „keyrt verkefnið áfram“, „látið annarlega“ og gengið í Samfylkinguna til að tryggja framgang verkefnisins.

„Bio Dome í Elliðaárdal er keyrt áfram með offorsi af meirihlutanum. Nú eru komnar skýringar á því. Einn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar ber kápuna á báðum öxlum,“ segir ennfremur í bókun Vigdísar. Með því að víkja af fundum þar sem fjallað var um málið hafi hann gengist við því að tengjast verkefninu. Vigdís vakti auk þess athygli á því að Aron Leví hefði um setið í varastjórn Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins og beitt sér fyrir því að Elliðaárdalur yrði ekki friðlýstur.

Í bréfinu sem lögfræðingur Arons Leví sendi á Vigdís kemur fram að Aron Leví hafi sem nemandi í skipulagsfræðum tekið þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við upphitun gróðurhvelfinganna árið 2015, en á þeim tíma hafi verið uppi hugmyndir um að reisa gróðurhvelfingarnar í Laugardal. „Þau ummæli sem eru rakin hér að framan beinast að persónu umbjóðanda míns og fara langt yfir öll velsæmismörk. Langsóttar fullyrðingar um tengsl umbjóðanda míns við milljarðauppbyggingu, dylgjur um spillingu og einhvers konar áframkeyrslu verkefnisins innan borgarstjórnar eru augljóslega til þess fallnar að rýra orðspor umbjóðanda míns og vega að starfsheiðri hans,“ segir í bréfinu til Vigdísar, og vitnað er í í frétt Fréttablaðsins.

Bréfið er dagsett 21. nóvember síðastliðinn. Hafði Vigdís þrjá daga til að verða við kröfu um afsökunarbeiðni, en eins og fyrr segir ætlar hún ekki að verða við henni. Þess má geta að samkvæmt refsirammanum er þyngsta refsing vegna meiðyrða tveggja ára fangelsi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -