Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Vigdís tjáir sig ekki um framboð: „Það væri mjög heimskulegt af mér að gefa annað svar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vigdís Hauksdóttir vill ekki svara því hvort hún hyggist bjóða sig fram í næstu alþingiskosningum en segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson vera eina formanninn sem getur komið þjóðinni út úr „ruglinu“ sem hún sé í.

Nú þegar boðað hefur verið til kosninga í nóvember þurfa flokkarnir að fara að raða á lista sína en ef marka má skoðanakannanir gæti Miðflokkurinn bætt við sig talsverðum fjölda þingmanna og því ekki seinna vænna en að finna fólk til að bjóða sig fram. Vigdís Hauksdóttir, fyrrum borgarfulltrúi Miðflokksins er líkleg til að bjóða sig fram enda var hún oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og náði kjöri og sat til 2022.

Mannlíf heyrði í Vigdísi og spurði hana hvort hún hyggðist bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. „Ég get ekkert sagt um það, þetta er allt svo nýgerst og svona,“ svaraði Vigdís hress. Ekki stóð þó á svörum þegar hún var spurð hvort Miðflokkurinn væri sá flokkur sem hún myndi bjóða sig fram með, ákveði hún að stíga skrefið: „Ég er í Miðflokknum og það er enginn annar flokkur í mínum huga og formaður sem getur lyft þessu samfélagi á réttan stað og út úr því rugli sem er búið að standa yfir síðastliðin sjö ár.“

En þú útilokar ekkert?

„Ég segi bara no comment. Það er ekkert komið neitt á stað skilurðu, mér vitandi þannig að það væri mjög heimskulegt af mér að gefa annað svar, ég segir bara no comment.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -