Víkingur Heiðar Ólafsson, einn fremsti píanóleikari heimsins um þessar mundir, á afmæli í dag. Alls telja árin hans 38.
Víkingur hefur leikið á tónleikum hér og þar í Evrópu, Asíuo g Norður Ameríku. Þá hefur hann einnig komið fram sem einleikari í hljómsveitum á borð við Philharmonia Orchestra í Lundúnum, Fílharmóníusveitina í Turku í Finnlandi, BBC-sinfóníuhljómsveitina í Ulster og Hljómsveit danska ríkisútvarpsins. Hefur þessi ungi dáðadrengur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir píanóleik sinn og starf í þágu tónlistar. Átta sinnum hefur hann til dæmis fengið Íslensku tónlistarverðlaunin.
Víkingur var í viðtali hjá Ríkisútvarpið árið 2021 þar sem hann meðal annars ræddi um það þegar hann spilaði á einum af síðustu tónleikum Þýskalands, áður en Covid-19 lokaði öllu. Fóru tónleikarnir fram í Berlin Konserthaus rétt áður en tónlistarlífið í Þýskalandi lagðist nánast alveg af.
„Og það er óhugsandi í Þýskalandi. Það er svo mikil tónlistar- og menningarþjóð,“ segir Víkingur. Þegar hann lauk við að leika á flygilinn vildu áhorfendur helst ekki fara. „Það sat inni í salnum og klappaði. En það var ekki beint held ég að klappa fyrir mér, ég átti alveg fínt kvöld, en það var eitthvað annað. Það var heimsendablær yfir þessu og maður fann hvað þetta var sorglegt og fallegt. Það skiptir miklu máli að fólk fái að koma saman og upplifa saman. Það er mjög djúpt í mannlegu eðli.“
Mannlíf óskar Víkingi innilega til hamingju með daginn!