Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Viktor vill að Þorsteinn endurgreiði milljónirnar: „Árangurinn er hver fyrir þessar 8 milljónir?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viktor Örn Arnarsson kallar eftir því að Þorsteinn V. Einarsson, forsprakki podcastsins „Karlmennskan“, endurgreiði ríkissjóði þær 8 milljónir sem hann fékk um árið frá ríkissjóði. Þetta gerir Viktor innan Facebook-hóps hægrimanna, Frjálshyggjufélagið. Flestir taka þar undir með Viktori.

Þar skrifar Viktor: „Árið 2020, fékk Þorsteinn 8 milljónir frá ríkinu í styrk til þess að halda úti podkasti, þar sem hann notast við tól kynjafræðinga til þess ræða um karlmennsku (já ég er búinn að leggja það á mig að hlusta slatta). Tólið var og er en þann dag í dag að pikka út það sem miður fer í samfélaginu og gefa því nafnið eitruð karlmennska (e. toxic masculinity) Markmiðið: óljóst, en ríkið (við) væntanlega lifðum í þeirri veiku trú að markmiðið væri að gera ungafólkið upplýstara, minni ofbeldishegðun og meiri náungakærleik.“

Viktor telur engan árangur hafa orðið af þessu verkefni. „Tvö ár eru liðin og árið er 2022. Fjölmiðlar í dag eru uppfullir af hnífstunguárásum, skotárásum, grófu einelti og morðum. Árangurinn er hver fyrir þessar 8 milljónir? Við sem borgum brúsann eigum heimtingu á að vita það.“

Hann segir einfaldlega að Þorsteini hafi algjörlega mistekist ætlunarverk sitt. „Nei, mín skoðun er að þessum manni mistókst algjörlega ætlunarverk sitt. Enda er það fáránleg hugmynd að ætla ná til drengja með kynbundna fordóma og staðalmyndir að vopni í baráttunni við ofbeldi… Ég þarf ekki menntaðan kynjafræðing eða félagsvísindamann til þess að segja mér það að fordæming á kyni drengja og að sáldra skömm á kyn þeirra eins og um einhverja erfðasynd sé að ræða, sé vænlegt til þess að ala upp heilsteiptan, ábyrgan einstakling. Mission failed. Mig finnst að íslenskt samfélag eigi heimtingu á að hann skili aftur 8 milljónunum í ríkissjóð.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -