Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Vilborg Arna segir frá ofbeldissambandi: „Ég trúði því bara að ég gæti staðið undir þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í kvöld frá ofbeldissambandi sem hún var í, á RÚV í viðtali við Sigurlaugu M. Jónasdóttur í þættinum Okkar á milli.

Vilborg Arna fór tvisvar sinnum upp á Everest, hæsta fjall í heimi, á meðan hún var föst í ofbeldissambandi. Eftir seinni förina sleit hún sambandinu.

Heimildir herma að maðurinn sem um ræðir sé fjallgöngu- og leiðsögumaðurinn Tomasz Þór Veruson. Fleiri konur stigu nýlega fram og sökuðu hann um ofbeldi gegn sér. Vilborg skrifaði í athugasemd við færslu einnar konunnar að henni hafi reynst erfitt að burðast um með þetta farg á herðunum.

„[…] allra þyngsti bakpokinn á mínum ferli og hæsta fjallið að klífa. Svona lífs­reynsla mark­ar mann fyr­ir lífstíð og skil­ur eft­ir ör á sál­inni. Með aðstoð góðs fólks og tím­an­um grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei al­veg,“ sagði Vilborg meðal annars í athugasemd sinni.

 

Trúði því að hún gæti staðið undir þessu

„Ég held að það sé alveg sama hvort maður sé nagli eða harðhaus, eða í raun bara hvaða bakgrunn sem maður hefur, að þá er maður alltaf manneskja og maður er manneskja sem hefur tilfinningar og samúð og maður er alltaf að reyna sitt besta,“ segir Vilborg Arna í broti úr viðtalinu við Sigurlaugu, sem búið er að birta á RÚV. „Maður er kannski líka alltaf að reyna að leggja eitthvað fram, leggja eitthvað til og reyna að aðstoða og í mínu tilfelli þá kannski hefur þetta, það að hafa einhverja sterka ímynd, líka gert það að verkum að ég trúði því bara að ég gæti staðið undir þessu að ég væri bara nógu sterk og hörð af mér.”

- Auglýsing -

„Í gegnum útivistina hef ég svolítið oft náð vopnum mínum til baka,” segir Vilborg Arna í viðtalinu. Hún segir sambandið hafa verið sveiflukennt – eftir erfiða tíma með áföllum hafi oft betri tíð tekið við í kjölfarið. Vilborg Arna segist að lokum hafa leitað sér aðstoðar fagfólks og losnað úr sambandinu.

Þátturinn Okkar á milli með viðtalinu við Vilborgu Örnu er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 20:25.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -