Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá hjálparstarfi kirkjunnar, segir sífelldar hækkanir á leiguverði hrekja fólk af heimilum sínum. Alltof algengt sér að mikla hækkanir á leigu verði til þess að fólk missi húsnæði sitt.
Steininn tók úr að mati Vilborgar þegar leigufélagið Alma tilkynnti nýverið um 30 prósenta hækkun á húsaleigu og þannig dæmi um 75 þúsund króna hækkun á leiguverði. „Ég verð ekki oft orðlaus, en ég var það þarna,“ sagði Vilborg í Silfrinu í gær
Það fór allt á annan endan vegna frétta af því að húsaleiga Brynju Bjarnadóttur, sem er öryrki, hafi hækkað úr 250 þúsund krónum á mánuði og upp í 325 þúsund krónur með einu pennastriki. Hún leigir hjá Ölmu íbúðafélagi sem hagnaðist um rúma 12 milljarða í fyrra. Leigufélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem húsaleiguhækkanirnar eru harmaðar en félagið ætlar ekki að tjá sig um mál Brynju.