Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.7 C
Reykjavik

Vildu slíta samstarfi við Wok On í fyrra: „Höf­um reynt að koma okk­ur út úr þess­um samn­ing­um“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigandi Wok On í vandræðum.

„Þetta er mál sem er búið að vera í gangi í þó nokk­urn tíma, eða frá því við sögðum upp samn­ing­um við Wok On í nóv­em­ber í fyrra. Við höf­um reynt að koma okk­ur út úr þess­um samn­ing­um en laga­lega hliðin hef­ur verið þannig að við höf­um ekki getað lokað stöðunum því þá vær­um við skaðabóta­skyld,“ seg­ir Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Festi, um slit viðskiptasambands Krónunnar við Wok On við mbl.is.

Í október á seinasta ári komst upp um matvælalager þar sem ónýtt matvæli voru geymd en var maturinn á lagernum í eigu Davíðs Viðarssonar, eiganda Wok On, og fyrirtækja hans. Þá fóru hjólin að snúast hjá heilbrigðiseftirvöldum og lögreglu og hefur Davíð meðal annars verið ásakaður um mansal. Wok On rak þrjá staði í verslunum Krónunnar en þeim hefur nú öllum verið lokað.

Okk­ur blöskraði því að Wok On fengi að halda rekstri áfram,“ sagði Ásta að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -