„Það eru auðvitað fordómar í samfélaginu. Það væru ekki svona mörg ungmenni að fara úr þessum sjúkdómi án þess að það veki neina eftirtekt eða viðbrögð hjá landlæknisembættinu ef að það væru ekki fordómar gagnvart þessum sjúkdómi. Heilbrigðisráðherra talar um þá sem eru með fíknisjúkdóm sem fólk á misjöfnum stað. Það sýnir hvaða augum hann lítur þennan málaflokk.“
Hjónin vilja segja sögu sonar síns til að aðrir þurfi ekki að ganga í gegnum sömu sorg. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að breyta örlögum Magnúsar getur vitundarvakning hjálpað öðrum fjölskyldum.
„Magnús kemur frá afskaplega venjulegu heimili. Engin áföll sem hann lenti í eða ollu því að hann leiddist út í fíkniefni. Hann var bara með þennan sjúkdóm. Það er hræðilegt að vera foreldri og geta ekki gert neitt. Þú getur ímyndað þér það versta og margfaldað það með þúsund, þá ertu kannski einhvers staðar nálægt því sem okkur líður. Við fáum ekki breytt því sem gerðist.
Viðtalið við Guðrúnu og Sæmund sem misstu son sinn úr ópíóíðafíkn má lesa í heild sinni hér, í nýjasta tölublaði Mannlífs.