Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vilja hluthafafund í Festi – Óánægja með uppsögn Eggerts

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hluthafar í Festi ræða nú um það sín á milli að óska eftir hluthafafundi í félaginu vegna uppsagnar Eggerts Þórs Kristóferssonar úr starfi forstjóra fyrirtækisins. Mbl.is greinir frá þessu.

Síðustu daga hefur verið fjallað um ólgu meðal hluthafa vegna uppsagnar Eggerts. Um er að ræða bæði einkafjárfesta og lífeyrissjóði. Hluthafarnir eru sagðir ekki hafa vitað af brotthvarfi Eggerts fyrr en tilkynning var send til Kauphallarinnar í síðustu viku. Í tilkynningunni kom fram að Eggert hafi sjálfur ákveðið að segja starfi sínu lausu. Í kjölfarið lækkaði hlutabréfaverð fyrirtækisins um 3,7 prósent.

Mynd/skjáskot RÚV

Eggert hefur starfað hjá Festi og forvera félagsins í 11 ár. Samkvæmt heimildum Mannlífs er hann afar vel liðinn, með gott orðspor í starfi. Í forstjóratíð Eggerts hefur Festi og fyrirtæki samstæðunnar skilað miklum hagnaði. Ávöxtun hluthafa hefur verið með því hæsta sem sést hefur á Íslandi frá fjármálahruni.

Uppsögn Eggerts er sögð hafa komið sem þruma úr heiðskýru lofti og greint hefur verið frá töluverðri óánægju meðal hluthafa í Festi vegna málsins.

 

Heimildir herma að Eggerti hafi verið sagt upp

Tilkynningin bar þess merki að Eggert hefði sjálfur skyndilega ákveðið að láta af störfum. Heimildir Mannlífs herma að svo hafi ekki verið, heldur hafi Eggerti var sagt upp störfum og honum tjáð að stjórn fyrirtækisins vildi „breyta til“.

- Auglýsing -
Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Festar.

Samkvæmt heimildum Mannlífs var það meðal annars fyrir tilstilli hluthafanna Þórðar Más Jóhannessonar og Hreggviðs Jónssonar að hann var látinn fjúka. Þórður Már neyddist til að segja sig úr stjórn Festis og hætta sem stjórnarformaður eftir að fjölmiðlar upplýstu um ásakanir Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Hreggviði, en hún sagði þá hafa farið yfir mörk sín kynferðislega í sumarbústaðarferð. Hreggviður sagði sig úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja í kjölfar ásakananna.

Hreggviður Jónsson

Eggert hefur haft sig í frammi í umræðu um mál tengd MeToo-byltingunni og fordæmt framferði þeirra sem sagðir eru hafa farið yfir mörk kvenna.

Í ágúst 2021 steig Eggert fram og gagnrýndi forystu KSÍ vegna meintra kynferðisbrota sem þá voru til umfjöllunar. Festi hefur verið einn af stærstu bakhjörlum Knattspyrnusambands Íslands.

- Auglýsing -

Heimildarmenn Mannlífs segja þá Þórð og Hreggvið vart hafa rætt við Eggert frá því meint kynferðisbrotamál þeirra kom upp í fjölmiðlum.

 

Hugsanleg þöggun í starfslokasamningi

Laun Eggerts á árinu 2020 voru um 73 milljónir króna og heimildir Mannlífs herma að ráðningasamningur Eggerts tryggi honum ein árslaun hið minnsta. Líklegt má þó telja að stjórn fyrirtækisins hafi kosið að gera enn betur við forstjórann, sem malað hefur gull fyrir hluthafa sína, gegn því að hann tjái sig ekki um starfslokin.

Til þess að knýja megi fram hluthafafund þarf ósk þess efnis að berast frá 10% hluta félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 70% hlut í félaginu. Þar sem ólíklegt þykir að sjóðirnir taki þátt í að kalla eftir hluthafafundi mun það að öllum líkindum verða undir einkafjárfestum komið að safna saman undirskriftum 10% hluthafa í félaginu.

Vítalía Lazareva þakkaði Eggerti fyrir stuðninginn í máli hennar, í framhaldi af frétt Mannlífs síðustu helgi, og sagði hann vera einn fárra sem hlustað hefðu á hana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -